Eva María Smáradóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Eva María, sem er fædd árið 2003, gekk til liðs við okkur fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu en hún gekk upp alla yngri flokka hjá Breiðablik. Hún hefur samtals leikið 21 KSÍ leiki en þar af 9 leiki með Fjölni. Eva María er öflugur varnarmaður sem er að koma til baka eftir meiðsli en getur líka leyst ýmsar stöður ofar á vellinum með góðu móti. Endurhæfingin lofar góðu og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »