Desember 2021
Ný lög hafa verið samþykkt og tóku gildi þann 1. nóvember þar sem Íþróttafélög geta skráð sig á lista yfir félög sem starfa að almannaheill og njóta aukins skattahagræðingar. Fjölnir hefur fengið staðfestingu á þessari skráningu hjá RSK. Sjá hér.
Í lögunum er ákvæði fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja félög á Almannaheillaskrá, og er þeim heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum og láta renna til félaga á almannaheillaskrá. Einstaklingar hafa heimild til að gefa 350.000 kr. og draga það frá tekjuskattsstofni og erfðafjárskattur er felldur niður ef arfurinn rennur til félaga á almannaheillaskrá.
sjá nánar:
https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/muna-ad-skra-ithrottafelagid-a-almannaheillaskra
https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/skattskylda/almannaheillaskra-skattfradrattur
Við viljum hvetja fyrirtæki og samstarfsaðila til að styrkja íþróttastarfið með myndarlegum hætti. Tekið er fram í lögunum að skattafrádrátturinn á eingöngu við um gjafir en ekki auglýsingasamninga. Fjölnir og deildir félagsins munu heyra í fyrirtækjum og velunnurum og kanna með vilja þeirra til að taka þátt í þessu verkefni á þessu ári. Til að geta nýtt heimildina á þessu ári, þarf að greiða gjafaupphæðina á eftirfarandi reikning fyrir 30. desember nk. til að nýta heimildina fyrir þetta ár.
Kennitala: 631288-7589
Bankaupplýsingar: 0114-26-155
Við hvetjum fyrirtæki sem vilja láta gott af sér leiða að nýta þennan skattafrádrátt og athugið að Fjölnir þarf að veita formlega staðfestingu á gjöfinni til RSK.
Ungmennafélagið Fjölnir þakkar allan þann stuðning sem fyrirtæki og einstaklingar hafa veitt félaginu undanfarin ár og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa stutt við félagið í gegnum árin.