Adna Mesetovic leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Adna, sem er fædd árið 1998, gekk til liðs við Fjölni fyrir síðasta tímabil frá Fjarðab/Höttur/Leiknir F. Hún hefur samtals leikið 78 KSÍ leiki og skorað í þeim 15 mörk. Adna er framsækin miðjumaður sem býr yfir flottum hæfileikum. Í sumar var Adna kölluð inn í landsliðsverkefni með A-landsliði Bosníu og Hersegóvínu en þar fékk hún tækifæri til að sýna hæfileika sína í 1-0 sigri í vináttulandsleik við Búlgaríu.
Það er mikið fagnaðarefni að framlengja við þennan sterka leikmann sem mun halda áfram að gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Berndsen