Nýr yfirþjálfari listhlaupadeildar

Benjamin Naggiar hefur verið ráðinn nýr yfirþjálfari framhaldshópa listhlaupadeildar Fjölnis. Benjamin er 27 ára og kemur frá Ítalíu. Hann hefur þjálfað skautara á öllum getustigum, allt frá byrjendum að þeim sem eru að keppa á alþjóðlegum mótum. Sjálfur æfði hann og keppti í parakeppni í listhlaupi á skautum og náði á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Síðar æfði hann og keppti í ísdansi. Benjamin hefur þjálfað skautara í Kína, Svíþjóð, Ítalíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og á Íslandi. Við bjóðum Benjamin velkominn til starfa hjá okkur.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »