Hlín Heiðarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hlín, sem er fædd árið 1999, er fyrirliði meistaraflokks kvenna en þrátt fyrir ungan aldur náði hún þeim merka áfanga 3. júlí síðastliðinni að spila sinn hundraðasta leik fyrir meistaraflokk Fjölnis. Hún hefur samtals leikið 107 KSÍ leiki og skorað í þeim 20 mörk. Hlín býr yfir miklum hraða og getur leyst margar stöður á vellinum en hún fer vel af stað núna á undirbúningstímabilinu og á dögunum skoraði hún tvö mörk í sitthvorum æfingaleiknum. Hún var valin Knattspyrnukona ársins hjá Fjölni árið 2019.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem gegnt hefur lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen