Knattspyrnudeild Fjölnis leitar að kraftmiklum leiðtoga í yfirþjálfarastarf til að bætast í hóp knattspyrnudeildar. Viðkomandi heyrir undir Barna- og unglingaráð og stjórn knattspyrnudeildar. Fjölnir hvetur fólk óháð kyni að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótun og yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
- Yfirumsjón með uppeldisstarfi og afreksþjálfun
- Skipulagning á æfingatöflum í samstarfi við núverandi yfirþjálfara
- Skipulagning og verkaskipting aðstoðarþjálfara
- Þjálfun eins til tveggja flokka samhliða hlutverki yfirþjálfara
- Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi
- Yfirumsjón með knattspyrnu- og tækniskóla félagsins á sumrin
- Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum yngri flokka
- Reglulegir stöðufundir með barna- og unglingaráði
Menntunar- og hæfnikröfur
- UEFA-A þjálfaragráða er skilyrði eða þarf að vera í ferli
- KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elita A Youth) þjálfaragráða
- Reynsla af þjálfun nauðsynleg
- Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
- Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
- Brennandi áhugi á knattspyrnu
- Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar veita Sævar Reykjalín, formaður BUR, í síma 858-8173 eða á netfanginu fotbolti@fjolnir.is og Arngrímur Jóhann Ingimundarson, yfirþjálfari, í síma 696-3846 eða á netfangið addi@fjolnir.is