FJÖLNISJAXLINN
Ofursprettþraut Fjölnis
Ert þú það öflugur íþróttamaður/öflug íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ – FJÖLNISJAXLINN 2021
Fjölnir ætlar að halda „Fjölnisjaxlinn 2021“ og skorar félagið á alla íþróttaiðkendur félagsins sem og aðra áhugasama að skrá sig til leiks!
– Takmarkaður þátttökufjöldi –
Einstaklings- og liðaáskorun
(Í liðaáskorun syndir einn, annar hjólar og þriðji hleypur)
Einstaklingsáskorun (sund 400 metrar – hjól 10 km – hlaup 3 km)
Fyrir 16 ára og eldri
Byrjenda og almennur flokkur
Einstaklingsáskorun (sund 200 metrar – hjól 3 km – hlaup 1 km)
Fyrir 15 ára og yngri
Liðaáskorun / Fjölskylduáskorun (sund 200 metrar – hjól 3 km – hlaup 1 km)
Fyrir 15 ára og yngri og fjölskyldur
Einn syndir, annar hjólar og þriðji hleypur
Laugardaginn 25. september kl. 10:00. Einstaklingsáskorun 16 ára og eldri verður ræst af stað kl. 10:00 (almennur flokkur) og kl. 10:20 (byrjendaflokkur). Fjölskyldur og iðkendur 15 ára og yngri verða ræst af stað kl. 11:30 (einstaklings og liða). Mæting er 30 mínútum áður, en nákvæmur upphafstími verður gefinn út þegar nær dregur.
Skráning á meðfylgjandi slóð https://forms.office.com/r/M6MjqNsp3W.
Lokafrestur til að skrá sig er til kl. 23:59 sunnudaginn 19. september n.k.
Skráningargjöld: Einstaklingsþátttaka (4.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 3.000 kr. fyrir 15 ára og yngri) Liðaþátttaka einungis fyrir fjölskyldur og 15 ára og yngri 7.500 kr. fyrir liðið í heild.
Þátttakendur geta valið um að fá keppnisbol og þátttöku-medalíu að keppni lokinni. Allir fá hressingu að keppni lokinni.
(Vegna Covid-19 áskilur félagið sér rétt til að fella viðburðinn niður með stuttum fyrirvara).
Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtuninni!