Fjölnir Open 2021 lauk um helgina. Spilað var í góðu golfveðri í Þorlákshöfn. Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi. Eftir mótið, sem heppnaðist frábærlega, voru grillaðir hamborgarar í golfskálanum og skemmtu allir sér vel.

Efstu þrjú sætin í Fjölnir Open 2021 skipuðu eftirfarandi:
1. sæti Alexander Aron og Dagur Ingi Axelsson (70.000 kr. gjafabréf Örninn)
2. sæti Ragnar Sigurðsson og Stefán Andri Lárusson (40.000 kr. gjafabréf Örninn)
3. sæti Georg Fannar Þórðarson og Finnbogi Jensen (20.000 kr. gjafabréf Örninn)
Fjölnir Open farandsbikarinn verður settur í merkingu og komið til sigurvegara sem fá að halda bikarnum fram að næsta móti.
Þá voru gefin nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautirnar og dregið úr skorkortum.
Við þökkum öllum styrktaraðilum og velviljurum mótsins sem lögðu hönd á plóg.

Sérstakar þakkir til Golfklúbbs Þorlákshafnar fyrir frábæran völl og góðar móttökur.

Hlökkum strax til mótsins á næsta ári

#FélagiðOkkar