Fjölnir Open 2021

Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 21. ágúst n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn fjórða árið í röð.

Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.

Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:
Texas scramble – verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
Nándarverðlaun – á öllum par 3 holum.
Teiggjöf – fyrir alla.
Dregið úr skorkortum.

Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Dæmi: Ef aðili er ekki með forgjöf þá er skráð 24 í karlaflokki en 28 í kvennaflokki.
Verðlaunaafhending fer fram að móti loknu í golfskálanum.

Þátttökugjald:
6.990.- með grilluðum hamborgara og drykk.

Venjan er að skrá heillt holl í einu en einnig er í boði að skrá stök sæti og þá er viðkomandi paraður með öðrum spilara.

Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið leifur33@gmail.com

Rita skal ,,Fjölnir Open 2021” í ,,efni/subject“ og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt símanúmeri og netfangi. Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl.

Sjá hér Facebook event: https://www.facebook.com/events/229548645653394
Mótið er öllum opið og við lofum góðri skemmtun og blíðskaparveðri.

Takið daginn frá!

#FélagiðOkkar