Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við IH styrk ehf. sem samanstendur af þeim Hinriki Val og Inga Rafni til að sjá um styrktarþjálfun hjá handknattleiksdeildinni. Við munum bjóða uppá sérhæfða styrktarþjálfun frá 5.fl. upp í 3.fl. næsta vetur undir handleiðslu þeirra. Einnig hefur handknattleiksdeild Fjölnis samið við þá um að sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna. Styrktarþjálfun í handbolta er mikilvæg forvörn fyrir meiðsli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að iðkendur okkar fái sem besta styrktarþjálfun. Við teljum þetta samstarf muni einnig hjálpa okkar iðkendum í framtíðinni til að ná árangri í handboltanum og að læra inn á mikilvægi styrktarþjálfunar almennt.

 

Við hlökkum til þessa aukna samstarfs næsta tímabil og væntum mikils af þeim.“

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Hörpu Elínu Haraldsdóttur um að leika með meistaraflokki Fjölnis/Fylkis næstu árin. Harpa kemur til okkar frá Fram en hún er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður á vellinum en þó aðallega sem skytta og miðja. Við erum verulega ánægð að fá hana til liðs við okkur og okkar unga meistaraflokk.

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Leif Óskarsson sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis/Fylkis ásamt þriðjaflokk kvenna. Leifur kemur til okkar frá HK en þar þjálfaði hann ungmennalið HK ásamt 3.flokk kvenna. Við bindum miklar vonir við Leif en hann mun mynda flott þjálfarateymi með Gunnari, aðalþjálfara meistaraflokk kvenna.