Stelpu vika Íshokkídeildar Fjölnis

Stelpuvika Íshokkídeildar Fjölnis

Vikuna 24-30 maí

Íshokkídeild Fjölnis langar að bjóða öllum stelpum á aldrinum 11 ára og eldri að koma og prufa íshokkí í heila viku á hokkíæfingar einungis ætlaðar stelpum.
Verður þetta heil vika þar sem áhersla er lögð á að kenna stelpum íshokkí og endum við svo vikuna á því að halda lokahóf fyrir hópinn þar sem boðið verður upp á pítsu veislu og verðlaun fyrir þáttakendur.

Íshokkídeild Fjölnis býður upp á flottan hóp þjálfara, lánum allan útbúnað og það kostar ekkert fyrir stelpur að taka þátt í vikunni.

Dagskrá stelpuvikunnar:

Þriðjudagur 25. maí.
17:30 Þrek/skemmtun í Hellinum (frjálsíþróttasalnum við enda fótboltahúss)
18:25 – 19:15 Ísæfing
Fimmtudagur 27. maí.
16:50 – 17:45 Ísæfing
18:00 – 18:50 Hópefli/leikir
Laugardagur 29. maí.
16:15 – 17:45 Ísæfing, spilað íshokkí fullum ís
18:00 Pítsuveisla fyrir alla þáttakendur

 

Við hvetjum allar stelpur sem langar að koma og prufa að koma á æfingar hjá okkur í vikunni og kynnast því hversu skemmtileg er að æfa og spila íshokkí.
Öllum nánari upplýsingum er svarað í tölvupóst íshokkídeildar hokki@fjolnir.is eða síma 792-2255.