Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 33. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11.
Eftirfarandi vegalengdir verða í hlaupinu:
- 10 km hlaup
- 5 km hlaup
- 1,4 km skemmtiskokk
10 km hlaupið er hluti af Gatorade sumarhlaupunum.
Skráningargjöld
3.000 kr. í 10 km, 2.500 kr í 5 km í forskráningu á netskraning.is til miðnættis 16. júní. 1.000 kr í skemmtiskokkið – hámark 3.000 kr. á fjölskyldu.
Þátttakendur fá Gatorade í boði Ölgerðarinnar.
Fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna frá Olís.
Afhending gagna og skráning á staðnum verður frá kl. 18:00-20:00 þann 16. júní og á keppnisdag frá kl. 09:30-10:15 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.
Nánari upplýsingar á netskraning.is og sumarhlaupin.is