Heimaleikjakortin eru komin í sölu og þau eru öll rafræn. Hægt að ganga frá kaupunum með einföldum hætti í gegnum vefverslunina eða á fjolnir.is/arskort
Í boði eru þrjár tegundir:
- Ungmennakort
- Verð: 4.900 kr.
- Gildir fyrir einn inn á völlinn. Aldur 16-25 ára
- Árskort
- Verð: 15.000 kr.
- Gildir fyrir einn inn á völlinn
- Gullkort
- Verð: 25.000 kr.
- Gildir fyrir einn inn á völlinn
- Veitir aðgang að veitingum fyrir leik og í hálfleik
Öll heimaleikjakort eru rafræn og afhendast í gegnum appið Stubbur sem er sótt í símann.
Vekjum sérstaka athygli á ungmennakortinu sem er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og er einstaklega góðu verði.
Kortin gilda á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna Fjölnis.
Samstaða er lykilatriði.
Eins og allir vita þá hafa verið uppi sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu um þessar mundir. Íþróttafélög eiga undir mikið högg að sækja og stór skörð eru höggin í tekjustofna þeirra. Fjölnir er þar engin undantekning. Til að mynda þá reiðir knattspyrnudeildin sig nær eingöngu á styrki og velvild fyrirtækja, einstaklinga, tekjur af ársmiðasölu og öðrum viðburðum.
Það er mikilvægt að Fjölnissamfélagið standi saman nú sem aldrei fyrr. Þau ykkar sem hafið tök á biðjum við vinsamlegast um að ganga frá kaupum á heimaleikjakorti við fyrsta tækifæri.