Stjórnvöld kynntu stórhertar sóttvarnaraðgerðir á fundi sínum í Hörpu í gær sem tóku gildi á miðnætti og munu gilda í 3 vikur eða til og með 15. apríl næstkomandi.

Nánar má lesa um aðgerðinar með því að smella HÉR.

Allt æfinga og mótahald er óheimilt á þessu tímabili en fram kom í ræðu heilbrigðisráðherra að:

„Inni- og útiíþróttir verða óheimilar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra bil milli fólks eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, sundstaðir verða lokaðir sem og líkamsræktarstöðvar. Sviðslistastarf verður óheimilt, bæði æfingar og sýningahald.“ 

Hvaða áhrif hafa þessar hertu aðgerðir á okkur?

Æfinga- og félagssvæði Fjölnis er lokað frá og með 25. mars og til og með 15. apríl.

Þetta nær yfir:

  • Æfinga- og keppnissvæði í og við Dalhús og Egilshöll
  • Skrifstofu Fjölnis og félagaðstöðu í Egilshöll

Við beinum því til þjálfara félagsins að hvetja iðkendur til að sinna æfingum heima, halda fjaræfingar og leggja fyrir verkefni til að stytta biðina. Við kunnum þetta.

Starfsfólk Fjölnis eru til taks á skrifstofunni fyrir félagsmenn sem þurfa að ná í eigur. Vinsamlega hafið samband við Guðmund á gummi@fjolnir.is eða Arnór á arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar