Ferðaskrifstofan VITA og knattspyrnudeild Fjölnis gera með sér samstarfssamning til þriggja ára.
Það er einkar ánægjulegt að tilkynna að VITA verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Fjölnis og styður þar með við mikilvægt íþróttastarf í hverfinu.
Markmið VITA er að bjóða upp á fjölbreytt úrval ferða frá Íslandi, góða þjónustu, úrval hótela og flugkost á samkeppnishæfu verði. VITA býður upp á margskonar ferðir vítt og breitt um heiminn. Má þar m.a. nefna:
- Sólarlandaferðir til Costa del Sol, Tenerife, Kanarí, Krítar, Portúgal, Lanzarote, Almeria og Alicante.
- Borgarferðir, skemmtiferðasiglingar, skíðaferðir, sérferðir og ævintýraferðir víða um heim.
- Æfingaferðir fyrir fótboltafélög, Ferðir á leiki í enska boltanum, Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg, Gothia Cup o.fl.
- Golfferðir til Spánar, Tenerife, Portúgal og Madeira.
- Viðskiptaþjónusta VITA gefur út flugmiða með nánast öllum flugfélögum í heiminum.
Þess má geta að VITA hlaut nýverið viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2020. VITA er til húsa í Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík.
Þú getur úrval ferða hjá þeim á vita.is.
Á myndinni eru Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, og Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis.
#FélagiðOkkar