Bókin Íslensk knattspyrna 2020 eftir Víði Sigurðsson er komin í forsölu og er á leið í búðir innan skamms en þetta er í fertugasta skipti sem þessi árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. KSÍ hefur um langt árabil átt samstarf við útgefendur hennar um að í henni birtist úrslit allra leikja á Íslandsmóti og bikarkeppni á vegum sambandsins ár hvert.

Bókin er væntanleg í búðir á næstu dögum og þegar er hægt að kaupa hana í forsölunni á nýrri heimasíðu bókaflokksins, islenskknattspyrna.is. Hún er á sérstöku tilboðsverði í forsölunni auk þess sem kaupandinn getur um leið og hann gengur frá greiðslu stofnað eigin aðgang að nýrri rafrænni útgáfu á bókaflokknum í heild sinni frá 1981 til 2019.

Bókin er 272 blaðsíður og skreytt 420 myndum af liðum og leikmönnum en fjallað er ýtarlega um Íslandsmótið í öllum deildum og flokkum, landsleiki, Evrópuleiki, bikarleiki, um atvinnumennina erlendis og fjölmargt annað sem tengist íslenskum fótbolta. Talsvert aukaefni er í bókinni í ár, enda árið óvenjulegt og fótboltinn líka.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »