16. nóvember lagði borgarstjóri fram tillögu varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Tillagan var samþykkt en hana má sjá hér:

„Lagt er til að skoðaðir verði, með Fjölni o.fl., valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi.“

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

„Knattspyrnuaðstaða í Grafarvogi er eitt þeirra verkefna sem raðaðist hæst í forgangsröðun íþróttamannvirkja. Í þessari tillögu er samþykkt að skoðaðir verði, með Fjölni og fleiri aðilum valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Fyrir liggja hugmyndir félagsins um bætta aðstöðu við Dalhús eða Egilshöll sem nauðsynlegt er að rýna áður en ákvörðun um framhald verður tekin.“