Minna og Bjarni valin í landsliðið

Íþrótta- og afreksnefnd, afreksstjóri og verkefnisstjóri A-landsliðsmála hafa valið landsliðshóp Íslands í frjálsum fyrir komandi ár 2021 með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2020. Að þessu sinni á Fjölnir tvo einstaklinga í landsliðinu. Það eru þau Vilhelmína Þór Óskarsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson. Þau hafa bæði staðið sig mjög vel í styttri vegalengdum og í boðhlaupum.

Árið 2021 verður mjög spennandi og dagskráin þétt en stærsta verkefni landsliðsins er án efa Evrópubikarkeppni landsliða. Ísland keppir að þessu sinni í  2. deild eftir glæsilegan sigur liðsins í 3. deild í Skopje 2019.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »