Keppni í armbeygjum
Í dag tóku sundmenn úr afrekshópum deildarinnar áskorun yfirþjálfarans sem fólst í því að gera 3000 armbeygjur á innan við klukkutíma. Ellefu sundmenn tóku þátt og urðu armbeygjurnar 3275 í heildina. Bæði eldri og yngri sundmenn úr Afrekshópunum tóku þátt og má sjá hér fyrir neðan hvað hver og einn tók margar armbeygjur.
Áskorunin var í boðsundsformi þ.e. að hver sundmaður átti að taka 15 armbeygjur í einu og svo tók næsti sundmaður við og svo næsti og svo framvegis. Gríðarlegt skemmtilegt framtak hjá þessum flottu krökkum og þjálfaranum þeirra.