Uppfært 16.11.2020 kl. 16:00:
Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi frá og með miðvikudeginum 18. nóvember er íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar (15 ára og yngri) heimilað.
Við beinum því til allra deilda að setja starfið á fullt aftur samkvæmt æfingatöflu.
Strætófylgdin fer af stað með hefbundnum hætti samhliða æfingum.
Hér má finna nánari útlistun á reglugerðinni
Ný reglugerð er í gildi frá og með 18. nóvember til og með 1. desember.
Hvaða áhrif hefur þetta á okkur?
- Æfingar heimilar hjá iðkendum fædd 2005 og síðar (15 ára og eldri)
- Æfingar óheimilar hjá iðkendum fædd 2004 og fyrr (16 ára og eldri)
- Starfsfólk skrifstofu er ýmist að vinna í Egilshöll eða að heiman. Vinsamlega hafið beint samband við viðkomandi starfsmann ef þið þurfið að mæla ykkur mót.
o Netföng starfsfólks: https://fjolnir.is/felagid-okkar/skrifstofa/ - Þær deildir sem óska eftir fundaraðstöðu eru beðnar að hafa samband við Arnór á arnor@fjolnir.is.
- Gengið inn í Egilshöll:
- Handbolti og karfa inn austan megin
- Aðrar deildir notast við aðalinngang
Við erum #FélagiðOkkar