Æfingar Íshokkídeildar 18. nóv – 2. des

Vegna ástandsins þurfum við að breyta stundartöflu til að ná að skipta upp hópum betur og til að fækka umgangi á svæðinum Skautahallarinnar.

  • Iðkenndur og aðrir tengdum íshokkídeild ganga ekki inn um aðalinngang Egilshallarinnar. Iðkendur skulu notast við inngang bakatil á Egilshöllinni. Stigagangur beint upp í skautahöll (Sjá mynd neðst í færstlu).
  • Við ráðleggjum öllum sem geta að taka íshokkí búnað með heim og klæða sig/börnin eins míkið og hægt er áður en komið er til æfinga.
  • Andlitsgrímu skylda er á alla aðra en iðkenndur (2005 eða yngri).
  • Við mælum með hanska notkun.
  • Viðahlda skal 2m reglunni.
  • Eitt foreldri /forráðamaður er leyft að koma og aðstoða barn við að klæða sig, svo verður foreldri/forráðamaður að fara út úr skautahöllinni þar til æfing er lokið. Að æfingu lokinni má foreldri/forráðamaður koma aftur og aðstoða við að klæða úr.
  • Foreldrum/forráðamönnum er meinaður aðgangur að búningsherbergjum. (notast skal við sameiginleg rými frammi).
  • Einungis 10 fullorðnir/foreldrar/forráðamenn eru leyfðir á sama tíma í húsinu (Þjálfarar og starfsmenn skautahallar teljast ekki með í þessum). Þannig að vinsamlegast virðið fjöldatakmörkun og ekki vera í húsinu nema að ítrustu nauðsyn.
  • Velkomið er að eldri systkini/skyldmenni (14 – 16 ára/8. – 10. bekkur) mæti og fylgi barninu eftir á æfingu.
  • Vinsamlegast hugið að sóttvörnum fyrir og eftir æfingu – handþvott, spritt o.s.frv.
  • Ef barnið eða aðrir fjölskyldumeðlimir finnur fyrir einkennum þá á að halda sig heima.
  • Vinsamlegast virðið þessi tilmæli.

Hér að neðan eru breyttir æfingatímar 18. nóv – 2. des  Einnig viljum benda á að fylgjast vel með upplýsingum á FB grúpum hvers og eins flokks.

Skautaskóli.
Fimmtudaga kl. 16:50 -17:30
Sunnudaga kl. 12:10- 13:00
Notast skal við aðstöðu frammi (við sjoppu) eða áhorfenda stúku til að klæða börn.

U8 og U10 
Þriðjudaga kl. 17:15- 18:05
Fimmtudaga kl. 17:30- 18:20
Sunnudaga kl. 08.00- 08:45
U8 og U10: Notar klefa nr. 5

U12
Þriðjudaga kl. 18:05- 19:00
Fimmtudaga kl. 18:20- 19:10
Sunnudaga kl. 08:45- 9:45
U12: Notar klefa nr. 4

U14
Mánudaga kl. 19:00- 20:20
Þriðjudaga kl. 19:15- 20:15
Fimmtudaga kl. 19:25- 20:30
Laugardaga kl. 18:15- 19:05
Sunnudaga kl.  10:00- 11:50
U14: Notar klefa nr. 3

U16
Mánudaga kl. 17:55- 19:00 & 20:35- 21:35
Þriðjudaga kl. 20:15- 21:15
Fimmtudaga kl. 20:30- 21:30
Laugardaga kl. 19:05- 20:05
Sunnudaga kl. 10:50- 11:50 & 20:15- 21:15
U16: Notar klefa nr. 2

Allar ísæfingar í U18, Meistaraflokki kvenna, Meistaraflokki karla, Skautaskóla Fullorðinna og Old boys falla niður 7.- 19. okt.

 

Allar nánari upplýsingar og spurningar verður svarað á Facebook síðu íshokkídeildar, grúppum hvers flokks eða hokki@fjolnir.is