Kæru Grafarvogsbúar,
Nú er kominn tími til að lyfta sér upp með öruggum hætti. Við höfum tekið höndum saman í samvinnu með Sonik, Keiluhöllinni Egilshöll, Ölgerðinni og Múlakaffi.
Við ætlum að halda Októberfest Grafarvogs laugardaginn 28. nóvember á milli klukkan 20 og 23. Við byrjum á skemmtilegri Kahoot! spurningakeppni þar sem öll fjölskyldan getur tekið þátt. Síðan á milli klukkan 21 og 23 verður brjálað partý með Magna í Á móti sól og hans vinum. Þetta verður allt gagnvirkt þannig að þið getið sent inn og fengið ykkar óskalög. Kaupendur fá aðgang að læstri vefslóð.
Boðið verður upp á stórglæsilegan partýmat frá Múlakaffi sem verður keyrður heim til ykkar á milli klukkan 19 og 20. Valin partý verða heimsótt og sendum við beint út þaðan. Þú getur nálgast matseðilinn HÉR.
Þessu verður öllu streymt beint frá Shake & Pizza heim í stofu til ykkar – Óvænt skemmtiatriði verða í boði.
Miðaverð er aðeins 5.000 kr. á mann og er allt að ofan innifalið.
Miðasala á vidburdir@fjolnir.is.
Nú er um að gera fyrir fjölskylduna eða vinahópana að sameinast með okkur með öruggum hætti þetta kvöld og gera þetta að ógleymanlegu kvöldi. Já og auðvitað þurfa allir að muna eftir að fara í októberfest fötin ef við skyldum kíkja í heimsókn til ykkar.
Nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar