Íslandsmót í liðakeppni fór fram í byrjun júlí og gekk okkur mjög vel í mótinu.

Fjölnir var með lið í U14, U16, U18, 40+, 50+ og meistaraflokk karla.

Fjölnir varð Íslandsmeistari í U14 með Eygló Dís Ármannsdóttur, Maríu Hrafnsdóttur og Saule Zukauskaite.

Fjölnir varð líka Íslandsmeistari U16 með Eygló Dís Ármannsdóttur og Evu Diljá Arnþórsdóttur. Þær stöllur enduðu svo í 3. sæti í U18.

Í 40+: Hrafn Hauksson og Joaquin Armesto Nuevo í 2. sæti.
Í 50+: Reynir Eyvindsson og Ólafur Helgi Jónsson í 2. sæti

Í meistaraflokki karla spiluðu bræðurnir Kjartan Pálsson og Hjalti Pálsson og voru þeir í 2. sæti eftir spennandi tvíliðaleik sem endaði 9-8.

Við óskum öllum til hamingju með árangurinn.

#FélagiðOkkar

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »