Tilkynning um barnamótið sem á að fara fram 2.-4. október.
Tilkynning frá Skautafélgai Akureyrar um barnamótið sem á að vera helgina 2.-4. október.
„Í kvöld fundaði hokkístjórn SA, stjórn foreldrafélags SA og sóttvarnarnefnd félagsins. Niðurstaða fundarins var sú að þau sjá sér ekki fært að uppfylla allar sóttvarnarreglur sem þarf á svona stóru móti. Búið var að útbúa leikjaplan og við frekari skoðun með tilliti til ramma, (uppsetningar og niðurtöku) starfsfólks, (sótthreinsun milli leikja og eftirlit meðsóttvörnum) aðgengi liða að keppnissvæði og fjölda þeirra sem koma að mótinu, (keppendur og fylgdarlið) þá treysta þau sér ekki í þetta mót eins og staðan er í dag. Við erum að skoða framhaldið ásamt stjórnum hinna félagana og látum vita þegar nýjar upplýsingar berast.“
Til athugunar er þó að spilað verði U12 mót fyrir norðan. En að svo stöddu mun U8 og U10 ekki fara norður til keppni um helgina.
Þessi grein verðu uppfærð jafnt og fréttir berast!
Kveðja, stjórn íshokkídeildar Fjölnis.