Við ætlum að hittast í Íssalnum fimmtudaginn 1. október milli 18:30 og 19:30 með gamla íshokkídótið sem við erum hætt að nota og koma því í pening eða bítta því fyrir eitthvað sem passar betur.
Þetta er markaður sem er opinn öllum sem eiga eða langar að kaupa íshokkídót.
Þjálfarar verða á svæðinu og aðstoða fólk við að finna sanngjarnann verðmiða.
Endilega takið til í skápum og geymslum og komið með allt sem þið finnið.
Einnig bendum við á að þjálfarar og stjórn taka alltaf við frjálsum framlögum á notuðu íshokkídóti ef fólk vill styrkja deildina í því formi.