Upphitun: Fjölnir – ÍA

Pepsi Max deild karla
10. umferð
Fjölnir – ÍA
Fimmtudaginn 24. september kl. 16:15 Extra vellinum

Á fimmtudag Fjölnir og ÍA í Pepsi Max deild karla. Enn leita Fjölnismenn að fyrsta sigrinum í ár. Fjölnir situr á botni deildarinnar með sex stig, níu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Skagamenn sitja í áttunda sæti með sautján stig. Um er að ræða frestaðan leik. Leikurinn átti að fara fram í 10. umferð. Bæði lið hafa leikið fimmtán leiki. Fjölnir gerði 1-1- jaftefli við KA um helgina og ÍA lagði Gróttu 3-0 á mánudag.

Félögin hafa mæst átta sinnum í A-deild. Fjölnir hefur unnið helming viðureignanna. Skagamenn hafa unnið tvo leiki og tveir hafa endað með jafntefli. Búast má við markaleik. Í viðureignum Fjölnis og ÍA í efstu deild hafa verið skoruð 3,5 mörk að meðaltali í leik.

Engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk í sumar en Fjölnir og ÍA. Skagamenn hafa skorað næst flest mörk í deildinni í ár. Því miður hafa aðeins tvö lið skorað færri mörk en Fjölnir í sumar. Viktor Jónsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Stefán Teitur Þórðarson hafa að mestu séð um markaskorun Skagamanna. Markahæsti leikmaður Fjölnis í sumar er Jóhann Árni Gunnarsson með fjögur mörk. Þjálfari Skagamanna er Jóhannes Karl Guðjónsson.

Leikið er á einkennilegum tíma vegna birtuskilyrða. Stuðnignsmönnum er heimilt að mæta a völlinn. Fjöldatakmarkanir miðast við 200 einstaklinga í hverju sóttvarnarhólfi. Fjölnir býður upp á tvo hólf. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Jeffery Monakana

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

80 – Nicklas Halse

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson