Fyrsta æfingahelgi landsliða SSÍ verður haldin dagana 26-27. september nk. Æfingahelgin fer fram í Reykjanesbæ og verður hópurinn við æfingar í Vatnaveröld og gistir á Hótel Keflavík.
Hópurinn er valinn út frá þvi hverjir tóku þátt í landsliðsverkefnum á þessu ári, þ.e.a.s Tenerife æfingabúðum og mælingum með Ragnari Guðmundssyni í febrúar auk þeirra sem komin voru með lágmörk á EM, EMU og NÆM á árinu. Þá var það sundfólk valið sem náð hafði lágmörkum í 50m laug í framtíðarhópinn frá 1. janúar 2020.
Eyleifur Jóhannesson, yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ, Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB og Arna Þórey Sveinbjörnsdótttir, yfirþjálfari Breiðabliks stjórna æfingum.
Sunddeild Fjölnis á tvo frábæra fulltrúa í þessum hópi þá Ingvar Orra Jóhannesson og Kristinn Þórarinsson

 

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »