Pepsi Max deild karla
15. umferð
Fjölnir – Breiðablik
Laugardaginn 5. september kl. 13:00 á Extra vellinum

Aðeins fer einn leikur fram í Pepsi Max deild karla um helgina. Fjórir af sex leikjum 15. umferðar fóru fram síðustu helgi. Leik Fjölnis og Breiðabliks var frestað vegna sóttkvíar sem lið Breiðbliks fór í eftir leik gegn Rosenborg í Evrópudeildinni. Raunar hefðu Blikar geta farið fram á að leikurinn við Fjölni færi fram á öðrum tíma vegna þátttöku tveggja leikmanna liðsins í U-21 árs landsliðsverkefni. Leikmennirnir sem um ræðir eru Róbert Orri Þorkelsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur lýst því yfir að hann telji Brynjólf besta leikmann deildarinnar. Blikar mæta því ekki með sitt sterkasta lið í Grafarvog á laugardag.

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 3-1 sigri Blika. Fjölnir tapaði síðasta leik sínum í deildinni 2-0 gegn Fylki. Síðasta leik Breiðabliks í deildarkeppni lauk með 0-1 sigri á Gróttu. Fjölnir situr áfram á botni deildarinnar með fjögur stig, sjö stigum frá KA sem situr í næsta örugga sæti. Með sigri á laugardag kemst Fjölnir úr botnsæti deildarinnar. Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar með tuttugu stig en hefur leikið leik færra en mörg lið deildarinnar.

Grétar Snær Gunnarsson mun snúa til baka úr leikbanni á laugardag. Jón Gísli Ström er aftur á móti kominn í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hinn danski Nicklas Halse sem samdi við Fjölni á dögunum verður ekki með Fjölni á laugardag vegna sóttkvíar.

Áhorfendabanni hefur verið aflétt en fjöldatakmörkun áhorfenda miðast við 100 einstaklinga fædda fyrir árið 2005.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson

 

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson