Kæru forráðamenn og iðkendur,
Nú erum við að fara í okkar annað tímabil með notkun á XPS Network / Sideline appinu.
Samningur á milli Fjölnis og Sideline Sports gerir öllum þjálfurum Fjölnis kleift að vinna með Sideline í sínu starfi sem mun hjálpa félaginu við að efla umgjörð, skipulag og gæði í kringum íþróttastarf félagsins.
Fyrir forráðamenn og iðkendur þá er um að ræða nýjan samskiptahluta í vörulínu Sideline. Samskiptahlutinn er ekki síst mikilvægur en með honum geta þjálfarar, iðkendur og forráðamenn haft yfirsýn með starfi Fjölnis í gegnum app í snjallsíma eða spjaldtölvu. Með Sideline appinu er með einföldum hætti hægt að hafa yfirsýn yfir æfingar, mætingar og margt fleira. Þjálfari getur með einföldum hætti sent út tilkynningar og haft samskipti við iðkendur eða forráðamenn.
Forráðamenn og iðkendur sem eru 18 ára og eldri eru beðin um að skrá sig út og aftur inn með rafrænum skilríkjum (sjá mynd).
Ef iðkendur fá beiðni um að skrá inn með fjögurra stafa PIN númer þá þurfa forráðamenn að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum HÉR.
Forráðamenn og iðkendur eru beðin um að ná í appið HÉR.
Allar nánari upplýsingar og aðstoð má nálgast HÉR.
Aðeins þeir sem hafa gengið frá skráningu í félagið fá aðgang að appinu og því mikilvægt að ganga frá því á skráningasíðunni okkar https://fjolnir.felog.is/.
Við erum að vinna í uppsetningu á nýrri önn og biðjum ykkur að sýna biðlund og þolinmæði 🙂
Allar nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is