Pepsi Max deild karla

5. umferð

Fjölnir – Grótta

Miðvikudaginn 8. júlí kl. 19:15 á Extra vellinum

Eftir vonbrigði síðustu umferðar situr Fjölnir enn í 11. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir KA sem er í 10. sæti. KA hefur leikið einum leik færra en flest önnur lið deildarinnar. Næsti andstæðingur Fjölnis, Grótta, situr í neðsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Fjölnir en lakara markahlutfall. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki í sumar. Óþarfi er að eyða mörgum orðum í mikilvægi leiksins gegn Gróttu. Fjölnir og Grótta sitja í fallsætum deildarinnar og eru án sigurs að fjórum umferðum loknum. Í 2-1 tapinu gegn Fylki í síðustu umferð byrjaði Jón Gísli Ström sinn fyrsta leik í sumar. Nýju leikmennirnir Christian Sivebæk og Péter Zachán þreyttu frumraun sína er þeir komu inná sem varamenn eftir um sextíu mínútna leik gegn Fylki.

Andstæðingurinn

Fjölnir og Grótta komu saman upp úr B-deild síðasta sumar. Eins og flestum er kunnugt er Grótta nýliði í efstu deild. Grótta skoraði sín fyrstu mörk í og náði í sitt fyrsta stig í A-deild í síðustu umferð þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við HK. Grótta og Fjölnir hafa sjö sinnum mæst í deildar- og bikarkeppnum. Fjölnir hefur unnð fjóra leiki og þrír leikir hafa endað með jafntefli. Báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð enduðu með markalausu jafntefli. Ágúst Gylfason, þjálfara Gróttu, þarf vart að kynna fyrir Fjölnismönnum. Ágúst lék á sínum tíma 22 leiki fyrir Fjölni áður en hann stýrði Fjölni í 145 leikjum. Ágúst hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarmaður Ásmundar Arnarssonar hjá Fjölni. Þrátt fyrir að hafa stýrt Fjölni yfir langt tímabil á Ágúst þó töluvert langt í land með að ná Ásmundi Arnarssyni sem stýrt hefur Fjölni í tæplega 200 leikjum.

Eftir magra stigasöfnun í upphafi móts er tími til kominn að hefja stigasöfnun í deildinni fyrir alvöru. Mætum sem flest á völlinn á miðvikudag og styðjum okkar lið til sigurs. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér.

 

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

6 – Grétar Snær Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

20 – Péter Zachán

21 – Christian Sivebæk

23 – Örvar Eggertsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Þjálfari: Ásmundur Arnarsson
Aðstoðarþjálfarar: Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson

Grétar Atli Davíðsson

 

Sjá einnig:

Fyrri viðureignir liðanna
Viðburður á Facebook