Pepsi Max deild karla
1. umferð
Víkingur R. – Fjölnir
Mánudaginn 15. júní kl. 18:00 á Víkingsvelli

 

Biðin eftir endurkomu Fjölnis í efstu deild karla tekur loks enda mánudaginn 15. júní kl. 18:00 þegar við Fjölnismenn bregðum okkur í Fossvoginn og etjum kappi við Víking. Fjölnir og Víkingur komu saman upp úr B-deild sumarið 2013 og hefur Fossvogsliðið haldið sér í efstu deild æ síðan.

Á síðustu leiktið endaði Víkingur í 7. sæti og varð auk þess bikarmeistari. Bæði Fjölnir og Víkingur hafa efnilega leikmenn innan sinna raða sem reikna má með að spili stórt hlutverk í sumar. Þekktustu leikmenn Víkings eru þó án nokkurs vafa reynsluboltarnir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason. Þjálfari Víkings er Arnar Gunnlaugsson.

Eftir að hafa leikið í B-deild frá 2010 til 2013 átti Fjölnir endurkomu í deild þeirra bestu sumarið 2014. Fyrsti leikur Fjönis í endurkomunni það sumar var einnig gegn Víkingi. Leikið var á Fjölnisvelli og enduðu leikar með 3-0 sigri Fjölnis.

Fjölnir hefir haft nokkuð gott tak á Víkingi í efstu deild. Í tíu viðureignum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir unnið sex leiki og Víkingur þrjá. Jafntefli var niðurstaðan í síðasta leik liðanna í efstu deild.

Leikir þessara liða í efstu deild hafa jafnan verið besta skemmtun. Í átta viðureignum af tíu hafa veirð skoruð þrjú mörk eða fleiri. Hvorugu liðinu hefur tekist að halda hreinu í viðureignum liðanna síðustu fimm ár. Í viðureginum félaganna í efstu deild hafa Fjölnismenn skorað 19 mörk gegn 14 mörkum Víkings.

Í ljósi sögunnar er tilefni til bjarsýni. Af síðstu 7 leikjum liðanna í efstu deild hefur Fjölnir fagnað sigri fimm sinnum. Sagan vinnur hins vegar ekki leiki en vonandi tekst okkur Fjölnismönnum að viðhalda góðu taki sem við höfum haft á Víkingum.

 

Aðrir fróðleiksmolar

  • Ásmundur Arnarsson stýrir Fjölni í efstu deild í fyrsta sinn í ellefu ár.
  • Hans Viktor Guðmundsson mun leiða Fjölnisliðið til leiks sem nýr fyrirliði liðsins.
  • Meðal leikmanna sem leikið hafa bæði fyrir Fjölni og Víking eru Þórður Ingason, Davíð Þór Rúnarsson og Pétur Georg Markan.
  • Í fyrsta sinn er enginn leikmaður í meistaraflokkshóp hjá Fjölni eldri en félagið. Elsti leikmaður liðsins er Guðmundur Karl Guðmundsson, fæddur árið 1991.

Leikmannahópur Fjölnis

1 – Steinar Örn Gunnarsson (m)

2 – Eysteinn Þorri Björgvinsson

4 – Sigurpáll Melberg Pálsson

5 – Torfi Tímoteus Gunnarsson

7 – Ingibergur Kort Sigurðsson

8 – Arnór Breki Ásþórsson

9 – Jón Gísli Ström

10 – Viktor Andri Hafþórsson

11 – Hallvarður Óskar Sigurðarson

12 – Atli Gunnar Guðmundsson (m)

14 – Lúkas Logi Heimisson

16 – Orri Þórhallsson

17 – Valdimar Ingi Jónsson

19 – Daníel Smári Sigurðsson

21 – Grétar Snær Gunnarsson

25 – Sigurjón Daði Harðarson (m)

27 – Dagur Ingi Axelsson

28 – Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði

29 – Guðmundur Karl Guðmundsson, varafyrirliði

31 – Jóhann Árni Gunnarsson

32 – Kristófer Óskar Óskarsson

42 – Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

 

 

Miðasala á leikinn er hafin, nánar hér. Sjáumst á vellinum í sumar. Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

Grétar Atli Davíðsson