Í dag hófst formlega sumarlestrarátak Fjölnis, Áfram lestur!, og varð Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fyrst til að þiggja Fjölnis bókamerkið.

Bókamerkinu verður á næstu dögum og viku dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnis bókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í Fjölnis bókamerkið.

Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendur sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.

#FélagiðOkkar

Á myndinni eru þau Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Sævar Reykjalín forsvarsmaður átaksins

Bókamerkið með mynd af Degi Ragnarssyni úr skákdeild Fjölnis.

Bókamerkið með mynd af Herdísi Birnu Hjaltalín úr listskautadeild Fjölnis.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »