Helena Ólafsdóttir lætur af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Helena Ólafsdóttir og stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hafa komist að samkomulagi um að verða við ósk Helenu um að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Vegna annarra verkefna, þar á meðal sem stjórnandi Pepsi marka kvenna á Stöð2Sport, sér Helena ekki fram á að geta sinnt þjálfarastarfinu af fullum krafti í sumar.

Helena hefur tilkynnt liðinu um ákvörðun sína en hún er tekin með hagsmuni liðsins að leiðarljósi.

Stjórn knattspyrnudeildar og meistaraflokksráð kvenna hefur nú þegar hafist handa við að leita að eftirmanni hennar. Stjórn hefur falið Axel Erni Sæmundssyni aðstoðarþjálfara að stýra liðinu tímabundið.

Helenu eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

 

Virðingafyllst,

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis

#FélagiðOkkar

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »