Oddný Björg Stefánsdóttir skrifar undir samning við félagið

Meistaraflokksráð Fjölnis/Fylkis situr ekki auðum höndum. Oddný Björg Stefánsdóttir hefur skrifað undir samning við félagið. Hún er tvítugur markmaður sem kemur frá ÍR. Oddný er öflugur leikmaður og mikil styrking fyrir liðið. Hún á að baki leiki fyrir ÍR og HK.

Það eru bjartir tímar framundan hjá meistaraflokki kvenna í handbolta. Á dögunum skrifaði deildin undir samstarfssamning við Fylki um sameiginlegan meistaraflokk kvenna. Þar segir meðal annars að „markmið samstarfsins er að bæta umgjörð meistaraflokks og styðja enn frekar við uppbyggingu kvennastarfs í félögunum“.

Frekari frétta af leikmannamálum er að vænta á næstunni.

#FélagiðOkkar

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »