Elvar Otri og Þorleifur Rafn framlengja við Fjölni
Það er ljóst að mikið mun mæða á ungum og uppöldum Fjölnismönnum í meistaraflokki karla á næsta keppnistímabili. Tveir leikmenn sem munu spila lykilhlutverk í liðinu á næstu árum hafa nú framlengt samninga sína við félagið og fögnum við því.
Elvar Otri Hjálmarsson er öflugur leikstjórnandi með mikinn leikskilning og tækni í sínum leik.
Þorleifur Rafn Aðalsteinsson er rétthentur hornamaður sem er þekktur fyrir sinn ótrúlega hraða, áræðni og sprengikraft.
Báðir hafa þeir, þrátt fyrir ungan aldur, átt fast sæti í meistaraflokksliði Fjölnis undanfarin ár.
#FélagiðOkkar