Uppfært 16.03.2020 kl. 10:00: Allar æfingar falla niður hjá félaginu til og með 22.mars.

Þetta þýðir að íþróttasvæði Fjölnis:

  • Dalhús
  • Egilshöll (knatthús, fimleikasalur, Fjölnishöll, karatesalur, austurendi og skautasvell)

loki tafarlaust frá og með deginum í dag. Félagsrými félagsins í Egilshöll verður opið (fundabókanir) en við brýnum fyrir öllum að fara að tilmælum Almannavarna. Við munum endurmeta stöðuna á degi hverjum, samhliða nýjum upplýsingum frá íþróttahreyfingunni og Almannavörnum. Við biðjum félagsmenn að aðstoða okkur við að koma þessum skilaboðum áleiðis. Á sama tíma hvetjum við iðkendur til að hreyfa sig í góða veðrinu; fara út að skokka, gera æfingar heima og stunda slökun.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Auglýsing á takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Símatími félagsins verður óbreyttur, s. 578-2700. Við hvetjum félagsmenn til að senda okkur fyrirspurnir á skrifstofa@fjolnir.is.