Íslandsmót ÍSS á listskautum

Íslandsmótið var haldið í Laugardal helgina 29.nóvember-1.desember. Fjölnir átti 13 af 39 keppendum á þessu móti. Það er ekki hægt að segja annað en að stelpurnar okkar hafi lagt mikið í undirbúning fyrir mótið því margar þeirra voru að bæta sín persónulegu stigamet bæði í yngri og eldri flokkunum. Í flokki Intermediate Novice voru Fjölnisstúlkurnar Lena Rut Ásgeirsdóttir í fyrsta sæti og Tanja Rut Guðmundsdóttir í öðru sæti.

Aldís Kara Bergsveinsdóttir úr SA var Íslandsmeistari í flokki Junior og Júlía Rós Viðarsdóttir  úr SA í flokki Advanced Novice. Úr Fjölni var Herdís Birna Hjaltalín í 3. sæti í flokki Junior.

 

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »