Vetrarmót ÍSS
Helgina 1. – 3. nóvember var Vetrarmótið haldið á skautasvellinu í Egilshöllinni. Alls tóku 43 keppendur í 7 keppnisflokkum á mótinu, þar af átti Fjölnir 15 keppendur í 5 keppnisflokkum.
Keppendur stóðu sig vel en hæst bar að Aldís Kara Bergsdóttir bætti sitt eigið Íslandsmet í flokki Junior. Eftir Vetrarmótið er Fjölnir í öðru sæti í Bikarmótaröð ÍSS með 50 stig en SA er með 58 stig og SR með 48 stig.
Veittar voru þátttökuviðurkenningar fyrir keppnisflokka Chicks og Cubs. Úrslit í öðrum flokkum voru:
Basic Novice:
- Berglind Inga Benediktsdóttir – SA 25.27 stig
- Sædís Heba Guðmundsdóttir – SA 24.11 stig
- Sunna María Yngvadóttir – SR 23.74 stig
Intermediate Novice:
- Lena Rut Ásgeirsdóttir – Fjölnir 26.64 stig
- Tanja Rut Guðmundsdóttir – Fjölnir 24.91 stig
- Rakel Sara Kristinsdóttir – Fjölnir 21.28 stig
Intermediate Ladies:
- Þórunn Lovísa Löve – SR 33.88 stig
- Edda Steinþórsdóttir – SR 25.70 stig
- Anna Björk Benjamínsdóttir – SR 23.97 stig
Advanced Novice:
- Júlía Rós Viðarsdó2tir – SA 79.18 stig
- Rebekka Rós Ómarsdóttir – SR 74.10 stig
- Júlía Sylvía Gunnarsdóttir – Fjölnir 70.13 stig
Junior:
- Aldís Kara Bergsdóttir – SA 127.69 stig
- Marta María Jóhannsdóttir – SA 109.56 stig
- Viktoría Lind Björnsdóttir – SR 96.52 stig