Dómaranámskeiðið var haldið miðvikudagskvöldið 23. október sl. í Dalhúsum og frítt inn fyrir allt Fjölnisfólk. Námskeiðið gekk vel en alls voru 18 sem mættu, og var fólk af öllum aldri komið til að bæta körfuboltaþekkingu sína.
Kennari námskeiðsins var Jón Bender, formaður Dómaranefndar, og honum til aðstoðar var Halldór Geir Jensson dómari. Þeir félagar fóru yfir helstu reglur og í gegnum löglega varnarstöðu, staðsetningar á velli, hvernig á að flauta í flautuna og merkjagjöf.
Þátttakendur hafa nú lokið grunnstiginu í dómgæslu og eru því með réttindi til að dæma hjá grunnskólaaldri. Þeir sem vilja halda áfram og taka annað stigið fá réttindi til að dæma alla leiki nema tvær efstu deildir karla og kvenna.
Virkilega vel gert hjá Fjölni að ná svona góðri mætingu, og voru þátttakendur mjög sáttir eftir námskeiðið sem og leiðbeinendur. Það er jákvætt fyrir okkar vaxandi starf að fólk sýni þennan áhuga á fræðslu í íþróttinni, en það er henni sem og starfinu okkar, til uppdráttar.
Áfram Fjölnir!