Jón Bender mun halda dómaranámskeið fyrir Fjölnisfólk í Dalhúsum 23. október kl. 19:30 – öllum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er opið öllum foreldrum og áhugafólki um körfubolta í Fjölni, sem og iðkendum sem eru í 9. flokki eða ofar.

Jón Bender er körfuboltafólki kunnugur en hann hefur dæmt körfubolta í fjöldamörg ár og situr núna sem formaður Dómaranefndar, og hefur gert undanfarin ár. Það er því um hágæða körfuknattleiksvitneskju að ræða hérna.

Við hvetjum alla foreldra sem vilja kynna sér leikinn frekar að kíkja upp í Dalhús, sem og alla iðkendur (9. flokk og eldri) sem vilja gera aðeins meira til að bæta sig í íþróttinni.

Það eru ekki mörg frí námskeið, af þessum mælikvarða, sem hægt er að sækja til að efla sig og bæta við sig þekkingu. Þetta er námskeið sem allir ættu að skrifa á dagatalið sitt.

Viðburðinn má finna á Facebook hérna.