Dagur Ragnarsson valinn í landsliðshópinn

Skákmaðurinn efnilegi, Dagur Ragnarsson (2388)  Fjölni fær eldskírn sína með landsliði Íslands á komandi Evrópumóti landsliða í skák sem fram fer í Batuni í Georgíu nú í október. Dagur er einn fjölmargra afreksnemenda Rimaskóla í gengum árin en áður höfðu þau Hjörvar Steinn Grétarsson stigahæsti skákmaður Íslands, Hrund Hauksdóttir og  Nansý Davíðsdóttir fv. nemendur Rimaskóla teflt með landsliði Íslands. Dagur Ragnarsson hefur verið afar virkur við skákborðið undanfarin tvö ár og siglt hratt upp ELO stigalistann. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann sigraði á aljóðlega skákmótinu í Västerås í Sviþjóð ásamt stórmeistaranum Yuri Solodovini (2554) og síðar á Reykjavík Open 2019 þegar hann sigraði m.a. stórmeistarann Matthien Cornette. Frammistaða og árangur Dags og nú val í landsliðið er enn ein skrautfjöðrin í skákstarfi Fjölnis í Grafarvogi.  (HÁ)

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »