Helga Guðný í landsliðinu á Evrópubikar

Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona var valin í landslið Íslands til að keppa í 3000 m hindrunarhlaupi á Evrópubikar. Um er að ræða keppni í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða. Keppnin fór fram í Skopje í Norður Madedóníu. Liðið náði þeim frábæra árangri vinna til gullverðlauna á mótinu og komast þannig upp í 2. deild.

Helga Guðný stóð sig vel í hindrunarhlaupinu og lenti í 7. sæti á tímanum 12:21,11. Hér er linkur á frétt FRÍ um mótið og hér er linkur á öll úrslit mótsins.