Alana Elín Steinarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í handbolta var í leikmannahópi bandaríska landsliðsins í svokölluðu „try-out“ í Þýskalandi á dögunum en liðið undirbýr sig fyrir Pan American leikana sem fara fram mánaðarmótin júlí/ágúst.
Við fengum smá ferðasögu senda frá Alönu:
„Þar sem ég er fædd í Opelika, Alabama þá var ég valin í yngra landslið Bandaríkjana árið 2012 og spilaði með þeim í Mexico á IHF Trophy mótinu og fórum heim með brons þaðan. Þar sem ég ákvað nýlega að taka skóna af hillunni var mér boðið að koma í “try-out” eða reynslu með A-landsliði Bandaríkjana hérna í Þýskalandi, þar sem þær eru að undirbúa sig fyrir Pan American leikana í Perú í lok júlí-byrjun ágúst. Það er mikill munur á bandaríska liðinu síðan ég spilaði með þeim síðast en það vantar ennþá margt upp á (tækni, leikskilningur, hraði o.s.f.v.). Þetta sport er ennþá í þróun í Bandaríkjunum en það verður gaman að fylgjast með þeim þróast áfram. En þar sem Fjölnir og Grill 66 er númer 1, 2 og 3 hjá mér (og þar sem ég mun ekki fara með til Perú) þá tek ég ekki 100% þátt í öllu með liðinu, heldur er ég aðallega að æfa með þeim og þær sem eru að fara til Perú spila mest alla leikina. Við erum að æfa meira og minna tvisvar á dag svo eru nokkrir leikir á móti þýskum félagsliðum. Stelpurnar gista í íþróttaskóla í Hassloch en leikirnir eru nær Frankfurt“.