Í gær var tilkynnt um ráðningu Peter Bronson í starf þjálfara Reykjavíkur, sameinaðs kvennaliðs Skautafélags Reykjavíkur og Fjölnis.
Peter er 47 ára Bandaríkjamaður sem hefur búið og starfað hér á landi sem golfþjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðan 2017. Samhliða ferli í golfþjálfun hefur hann spilað íshokkí í Póllandi, Þýskalandi og heimalandi sínu Bandaríkjunum ásamt því að hafa þjálfað þar. Peter er vottaður þjálfari (fyrsta stigs) frá bandaríska íshokkísambandinu.
Af sama tilefni var nýtt einkennismerki, litur og búningar Reykjavíkur afhjúpaðir en það er hluti af átaki sem nú er í gangi til að stórefla kvennaíshokkí á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.
Á myndinni má sjá frá vinstri: Kjartan (formaður íshokkídeildar SR), Peter Bronson (þjálfari) og Guðmund L Gunnarsson (framkvæmdastjóri Fjölnis)
Meira hér: https://www.mbl.is/sport/frettir/2019/07/10/fjolhaefur_thjalfari_tekur_vid_reykjavikurlidinu/