ITF (International Tennis Federation) Icelandic Senior Championships var haldið nú á dögunum en þetta er þriðja árið sem mótið er haldið hérlendis. Um er að ræða mót sem gefur stig á alþjóðlegum stigalista ITF og er eingöngu fyrir leikmenn 35 ára og eldri. Fjölniskonurnar Carola Frank og Sigríður Sigurðardóttir sigruðu í tvíliðaleik eftir úrslitaleik við Ingu Lind Karlsdóttur og Ólöfu Loftsdóttur sem fór 7-6(5) og 6-4. Í úrslitaleik í einliðaleik karla keppti Milan Kosicky á móti Teiti Ólafi Marshall. Fjölnismaðurinn Teitur sigraði 6-3, 6-4 og hreppti þar með sinn þriðja ITF titil.
