Góður árangur á MÍ 11-14 ára
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára var haldið á Laugardalsvelli helgina 22. – 23. júní í góðu veðri. Fjölnir átti 9 keppendur á mótinu að þessu sinni. Stóðu þau sig mjög vel og voru margir að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Tvö ungmenni komust á verðlaunapall.
Sara Gunnlaugsdóttir (14 ára) stóð sig mjög vel á mótinu. Hún varð Íslandsmeistari í 600m hlaupi á tímanum 1:51,09. Hún fékk silfur í 80m grind á tímanum 13,30sek og hún fékk brons í 100m hlaupi á tímanum 13,53sek.
Aman Axel Óskarsson 13 ára fékk brons í kúluvarpi með kast uppá 9,13m.
Sveit Fjölnis vann brons í boðhlaupi pilta 12 ára á tímanum 66,69sek. Í sveitinni voru Þorkell Máni Erlingsson, Sturla Yafei Chijioke Anuforo, Kjartan Óli Bjarnason og Halldór Ríkharðsson. Þeir eru allir 12 ára nema Sturla sem er 11 ára.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Á myndunum eru Sara og boðhlaupssveitin.