Sara Gunnlaugsdóttir úr Fjölni var valin í Reykjavíkurliðið sem fór og keppti á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Hún stóð sig mjög vel á mótinu. Hennar besti árangur var í 800m hlaupi sem hún hljóp á tímanum 2:29,83 sem er mikil bæting hjá henni í þeirri vegalengd. Varð hún í 7. sæti í hlaupinu en 40 stúlkur kepptu á mótinu frá öllum Norðurlöndunum. Að þessu sinni fór keppnin fram í Svíþjóð og stóð reykvíska liðið sig mjög vel. Stelpurnar lentu í 3. sæti og strákarnir í 4. sæti.

Á myndinni eru íslenslu stelpurnar og er Sara önnur frá hægri.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »