Á sumarskákmóti Fjölnis 2019 var kunngjört hverjir hlytu nafnbótina „Afreksmeistari Fjölnis“ og „Æfingameistari Fjölnis“ tímabilið 2018 – 2019.

Fyrir valinu að þessu sinni urðu þeir Joshua Davíðsson afreksmeistari og Aron Örn Scheving Hlynsson æfingameistari.

Joshua tefldi á 1. borði skáksveit Rimaskóla sem náði 2. sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita 2019 og hann varð í 2. sæti í flokki 1600 ELÓ á alþjóðlegu skákmóti í Västerås í Svíþjóð svo að eitthvað sé nefnt af skákafrekum hans í vetur.

Aron Örn teflir einnig með skáksveitum Rimaskóla og er í hópi afar efnilegra 5. bekkinga sem mæta nánast á allar skákæfingar og skákmót sem í boði eru.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »