Meistaraflokksráð kvenna heldur áfram að styrkja liðið fyrir komandi átök í Grill 66 deildinni.
Á dögunum skrifuðu tveir leikmenn undir samning við félagið.
Victoria Þorkelsdóttir (f.1998) framlengir samning sinn eftir að hafa komið til félagsins sumarið 2017. Hún spilaði sig inn í stórt hlutverk varnarlega á síðasta tímabili og var hún saman með Guðrúnu akkeri í vörn liðsins á nýafstöðnu tímabili. Victoria er frábær liðsmaður og fyrirmynd fyrir yngri stelpur. Við bindum miklar vonir við áframhaldandi framfarir hjá henni.
Eyrún Ósk Hjartardóttir (f.1998) kemur til liðs við liðið frá Fylki. Hún getur leyst af bæði horn og því mun hún nýtast liðinu vel. Hún hefur alla tíð leikið með Fylki og spilaði lykilhlutverk í Grill 66 deildinni tímabilið 2017/2018. Við hlökkum til að sjá hana í Fjölnisbúningnum.