Helgina 12. – 14. apríl var haldið Melabúðarmótið í Skautahöllinni í Laugardalnum þar sem að iðkendur í 5., 6. og 7. flokki ásamt krílahópnum okkar mættu til leiks. Mótið var að vissu leyti sögulegt þar sem að SR og Fjölnir-Björninn sameinuðust um stúlknalið undir heitinu Reykjavík (5.-6. flokkur) og Reykjavíkurdætur (7. flokkur og kríli) og byrjaði mótið á því að Reykjavík mætti 5. flokks liðinu Fálkum frá SR á föstudagskvöldinu. Á opnunarhátíðinni var síðan „skills“ keppni milli þjálfara íshokkídeildarinnar Fjölnir-Björninn og SR og til að toppa kvöldið mættist 5. Björninn og 5. Ernir þar sem 5. Ernir stóðu uppi sem sigurvegarar með þrjú mörk gegn tveimur.
Mótið gekk mjög vel og voru nokkrir iðkendur að taka þátt í sínu fyrsta íshokkímóti. Það er virkilega gaman að fylgjast með mótum sem þessu og sjá alla þá litlu og stóru sigra sem áttu sér stað. Börnin eru okkar framtíð. Það verður spennandi að fylgjast með þessum ungu leikmönnum vaxa og dafna innan íshokkísins á komandi árum.
Bestu þakkir til SR fyrir að standa vel að mótinu og klára þannig mótatímabil flokkana með glæsibrag.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »